This page is a translated version of a page Commons:Welcome and the translation is 78% complete. Changes to the translation template, respectively the source language can be submitted through Commons:Welcome and have to be approved by a translation administrator.
Outdated translations are marked like this.

Hvað er Wikimedia Commons?

Wikimedia Commons er safn margmiðlunarskráa sem eru ýmist ekki háðar höfundarétti eða fræðandi efni sem er undir frjálsum leyfum. Commons gerir þetta efni aðgengilegt fyrir alla, á þeirra egin tungumáli. Það virkar eins og gagnagrunnur fyrir mismunandi verkefni Wikimedia stofnunarinnar, en þú þarft ekki að tilheyra þeim verkefnum til að nota margmiðlunarefni héðan. Gagnagrunnurinn er búinn til og viðhaldið ekki af atvinnumönnum, heldur sjálfboðaliðum. Umsvif Commons eru tilgreind í Commons:Project scope.

Wikimedia Commons notar sömu wikitækni og Wikipedia og þess vegna geta allir breytt henni. Ólíkt skrám sem hlaðið er inn á önnur Wikimedia verkefni, má nota skrár á Wikimedia Commons á síðum hvaða Wikimedia-verkefnis sem er án þess að hlaða þeim sérstaklega inn á þau.

Wikimedia Commons fór í gang 7. september 2004 og þann 30. nóvember 2006 var milljónustu skránni hlaðið inn. Nú eru 105.159.698 skrár og 102.247.521 margmiðlunarsöfn í gagnagrunninum. Frekari bakgrunns upplýsingar um Wikimedia Commons má finna í almennu skilmálunum, Wikipedia síðunni um Wikimedia Commons og síðu verkefnisins á Meta-wiki.

Ólíkt hefðbundnum margmiðlunargagnagrunnum er Wikipedia Commons frjáls. Allir mega fjölfalda, nota og breyta hvaða skrám sem á henni eru, svo lengi sem þú fylgir leyfiskilmálum höfundar, sem felast oftast í að geta hvaðan skrárnar koma og að þú veitir öðrum sama frelsi við áframhaldandi notkun þeirra. Leyfisskilyrði einstakra skráa má finna undir lýsingarsíðu hverrar skráar fyrir sig. Wikimedia Commons gagnagrunnurinn og textarnir í honum eru undir Creative Commons Attribution/Share-Alike leyfi. Frekari upplýsingar um endurnotkun má finna á Commons:Reusing content outside Wikimedia og Commons:First steps/Reuse.

Láttu af hendi rakna

Þú getur bætt Wikimedia Commons með því að gera það sem liggur þér best við höggi:

Leggðu til verk þín

Ef þú ert fær ljósmyndari skaltu ekki hika við að miðla einhverju af verkum þínum. Ef þú ert fær grafískur hönnuður ættirðu að gá hvort þú getir ekki útbúið skýringarmyndir eða hreyfimyndir sem þörf er á. Ef þú ert góður tónlistarmaður eða kvikmyndagerðamaður skaltu ekki hika við að upphala upptökum af frjálsum verkum þínum.

Leggðu til hæfileika þína

Ekki öll verk krefjast nýsköpunar. Það er nóg af öðrum verkum til að vinna:

Leggðu til tíma þinn

Þú þarft ekki að vera listamaður eða með skriffærni til að semja texta. Þú getur líka notað skipulagshæfileika þína til að greiða úr óreiðunni.

Tour

Búðu þér til notendanafn

Til þess að geta upphalað skrám á Wikimedia Commons þarftu að vera með notendanafn. Þú getur farið á „nýskráningarsíðuna“ með því að smella á tengilinn lengst til hægri, efst á síðunni og valið þér notendanafn. Það notendanafn verður auðkenni þitt og allar skrár sem þú færir inn í gagnagrunninn eða breytingar sem þú gerir verða undir því nafni. Ef þú vilt aðeins gera smávægilegar breytingar þarftu ekki að skrá þig inn, þótt svo við mælum með því. Ef þú hefur samræmt aðganginn þinn, þá ert þú þegar skráður á commons.

Fyrstu skrefin

Hjálparskráin fyrstu skrefin og spurt og svarað mun hjálpa þér mjög mikið eftir að þú hefur skráð þig inn. Þær útskýra hvernig á að breyta viðmótinu (til dæmis tungumálinu), hvernig á að hlaða upp skrám og grunnútgáfu af leyfis stefnunni okkar. Þú þarft ekki tæknilega þekkingu til að leggja þitt af mörkum. Vertu djörf/djarfur við breytingar hérna og gefðu þér að aðrir hafi góðan ásetning. Þetta er wiki - hann er virkilega auðveldur.

Frekari upplýsingar eru aðgengilegar á samfélags gáttinni. Þú mátt spurja spurninga á Pottinum eða á IRC rásinni #wikimedia-commons webchat.

Skrám á Wikimedia Commons er raðað í flokka og myndasöfn. Yfirlit yfir flokkana sem við notum má sjá á forsíðunni.

Put Babel boxes on your user page so others know what languages you can speak and indicate your graphic abilities. All your uploads are stored in your personal gallery. Please sign your name on Talk pages by typing ~~~~. If you're copying files from another project, be sure to use the FileImporter.

Aðrar þjónustur og hugbúnaður

Ef þú villt hlaða inn mikið magn mynda, getur forritið Commonist verið hjálpsamt. Ef þú þarft sérstakar upplýsingar um tóltil að skoða eða breyta efni okkar, vinsamlegast heimsóttu hugbúnaðar síðuna.

Við vonum að þér muni líka vel hér og að þú munir hafa gaman.